Erlent

Fangelsaðir fyrir þagmælsku

Opinber saksóknari í Bandaríkjunum mælist til þess að tveir blaðamenn verði fangelsaðir fyrir að neita að gefa upp heimildarmenn sína. Blaðamennirnir starfa fyrir New York Times og tímaritið Time og þeir neita að gefa upp heimildir sínar fyrir nafnbirtingu á starfsmanni leyniþjónustunnar. Þeir hafa falast eftir því að verða settir í stofufangelsi en saksóknarinn hvatti í gær umdæmisdómara til þess að hafna þeirri beiðni og senda blaðamennina þess í stað beinustu leið í grjótið í hundrað og tuttugu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×