Innlent

Veiða má 39 hrefnur

Veiða má allt að 39 hrefnur í ár samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. Náist það verður búið að veiða hundrað af tvö hundruð hrefnum sem veiða á samkvæmt hvalarannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. 25 hrefnur voru veiddar í fyrra og 36 árinu áður. Veiðarnar hafa verið smærri í sniðum en upphaflega var gert ráð fyrir. Auk hrefnanna á að veiða tvö hundruð langreyðar og hundrað sandreyðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×