Erlent

Kúariðusmit staðfest

Prófanir hafa staðfest að kýr sem drapst í Bandaríkjunum fyrir skemmstu var sýkt af kúariðu. Þetta er annað kúariðutilfellið sem kemur upp þar vestanhafs en hið fyrra kom upp í desember árið 2003. Mike Johanns, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, segir að heilsa manna hafi aldrei verið í hættu af kúnni þar sem sjúkdómseinkennin hafi verið svo augljós að aldrei hafi komið til greina að nýta afurðir af henni til manneldis. Hann staðfestir að tilfellið hafi verið einangrað og að Bandaríkjamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af kúariðusmituðu nautakjöti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×