Erlent

Fæðingarþunglyndi geti hrjáð feður

Feður geta líka þjáðst af fæðingarþunglyndi og það sem meira er - börn feðra sem kljást við fæðingarþunglyndi eru margfalt líklegri til að eiga við ýmiss konar hegðunarvandamál að stríða á ævinni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar nokkurra lækna við Bristol og Oxford-háskóla í Bretlandi. 8.340 feður voru rannsakaðir og kom í ljós að þrjú og hálft prósent þeirra greindust með einhvers konar fæðingarþunglyndi. Athygli vekur að þetta virðist hafa mun meiri áhrif á syni en dætur þessara manna. Rannsakendum þykir sem hlutverk og áhrif feðra í umönnun og lífi ungabarna hafi verið vanmetið í gegnum tíðina, öll athyglin beinist að móðurinni þegar fæðing er undirbúin og yfirleitt mæðir mest á móðurinni fyrstu mánuðina eftir að barnið er komið í heiminn. Þeir segja nauðsynlegt að gera feðrum sem glíma við fæðingarþunglyndi færi á að ræða líðan sína við sérfræðinga, rétt eins og mæðrunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×