Erlent

Bandarískir hermenn felldir í Írak

Talið er að sex bandarískir hermenn hafi látist í bílsprengjuárás á herlest þeirra í Fallujah í Írak í dag. Lík af tveimur mannanna hafa fundist en samkvæmt talsmanni Bandaríkjahers er hinna fjögurra saknað. Árásin var gerð síðla dags að írökskum tíma, en árásir þar hafa verið fátíðar eftir að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna sóttu þar hart fram gegn andspyrnumönnum fyrir nokkrum mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×