Erlent

Önnur umferð kosninga í Íran

Önnur umferð forsetakosninga í Íran hófst í morgun. Valið stendur á milli umbótasinnans Akbars Rafsanjani og harðlínumannsins Mahmouds Akmadinsjads. Kosningarnar skipta miklu máli um framtíð Írans enda eru frambjóðendurnir tveir eins og svart og hvítt. Rafsanjani vill vinna að málefnum ungs fólks og stefnir að nánari og betri tengslum við Vesturlönd. Akmadinsjad ætlar hins vegar að beita sér gegn því að vestræn gildi mengi frekar hið íslamska Íran. 47 milljónir manna eru á kjörskrá og segja stjórnmálaskýrendur líklegt að mjög mjótt verði á mununum enda munaði aðeins um einu og hálfu prósenti á keppinautunum í fyrri umferð kosninganna sem fór fram fyrir viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×