Innlent

1000 dagar án slysa á Grundartanga

Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga fögnuðu þeim áfanga í gær að þúsund dagar höfðu liðið án alvarlegra vinnuslysa sem leiddu til fjarveru starfsmanns úr vinnu. Markvisst hefur verið unnið að auknu starfsöryggi síðustu ár til dæmis með góðum merkingum, bættri umgengni, notkun öryggisbúnaðar, stöðluðum vinnubrögðum og skráningum á óhöppum, en minni háttar óhöppum hefur jafnframt fækkað töluvert á vinnustaðnum síðustu árin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×