Erlent

Hitabylgja í Asíu

Um þrjú hundruð manns hafa látist síðustu daga í hitabylgju í Asíu. Flestir þeirra hafa látist í Indlandi, eða hátt í fjögur hundruð manns, um hundrað manns hafa látist í Bangladesh, hátt í sjötíu í hafa látist í Pakistan og rúmlega þrjátíu í Bangladesh. Mestur hefur hitinn orðið í Indlandi þar sem hann hefur náð fimmtíu gráðum á celsíus. Einnig hafa ellefu manns látist í Nepal af völdum hitabylgjunnar. Þá hefur hitabylgjunnar einnig orðið vart í Kína. Þetta er eitthvert heitasta sumar sem mælst hefur á þessum slóðum síðan skráningar hófust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×