Erlent

Mamman í fangelsi

Emily Price, táningsstúlka frá Cheltenham á Englandi hefur heldur betur komið móður sinni í klandur með því að hlaða niður tónlist með vinsælum hljómsveitum á tölvu sína. Þar sem móðirin, Sylvia að nafni, er ábyrgðarmaður stúlkunnar hefur henni verið send sekt upp á hálfa milljón króna fyrir athæfi dótturinnar. "Ég veit ekki hvernig ég get aflað þessara peninga. Ég verð að fara í fangelsi af því að ég á ekki svo mikið fé," sagði Sylvia Price í viðtali við The Guardian. Vegna ólöglegs niðurhals verða tónlistarmenn af talsverðum tekjum og því tekur lögreglan á slíkri iðju af mikilli hörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×