Umræðan ekki skaðað Framsókn 14. júní 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent