Sport

Pétur lánaður til ÍBV

Sóknarmaðurinn ungi hjá Íslandsmeisturum FH, Pétur Sigurðsson, var í gær lánaður til ÍBV. Pétur skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við FH áður en hann var lánaður. Hann getur ekki leikið gegn liðinu og þá getur Hafnarfjarðarliðið kallað á hann ef þörf krefur. Pétur er annar leikmaðurinn sem fer að láni til Eyjamanna því Heimir Guðmundsson fór einnig til ÍBV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×