Erlent

Heimtir úr helju

Þrem kanadískum fjallgöngumönnum var bjargað á laugardaginn eftir að hafa orðið næstum því úti á Logan-fjalli, hæsta fjalli landsins, en það er skammt frá landamærunum við Alaska. Þremenningarnir lögðu í leiðangurinn með nokkrum félögum sínum fyrr í þessum mánuði en urðu viðskila við þá. Í síðustu viku brast svo á mikið fárviðri þar sem frostið fór niður í -25 gráður. Á miðvikudaginn fauk tjald mannanna í 5.400 metra hæð og tók í kjölfarið að draga mjög af þeim vegna vosbúðar og kals. Þremur dögum síðar fundu björgunarsveitir þá kalda en borubratta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×