Erlent

Konur 10% frambjóðenda í kosningum

Nærri þrjú þúsund manns hyggjast sækja eftir sæti á afganska þinginu í kosningum 18. september næstkomandi. Af þeim eru einungins rétt um tíu prósent konur. Frá þessu greindi kjörstjórn í landinu í dag. Framboðsfrestur rann út á fimmtudag, en barist er um 249 sæti í Wolesi Jirga, neðri deild afganska þingsins. Þá hafa tæplega 3200 boðið sig fram í héraðskosningum sem fram eiga að fara sama dag og eru 279 konur í þeim hópi. Tekið skal fram að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða en endanlegar tölur verða birtar eftir viku. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en þeim hefur nokkrum sinnum verið frestað, m.a. af ótta við að uppreisnarmenn láti til sín taka á kjörstöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×