Erlent

Fjórðungur hefur þegar kosið

Um tíu milljónir Frakka höfðu greitt atkvæði fyrir hádegi um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni þótt mjótt verði á munum. Samþykki allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi. Á föstudag varð Þýskaland níunda ríkið til að samþykkja stjórnarskrána, en þar var ákvörðunarvaldið í höndum efri deildar þingsins. Þann 1. júní fer stjórnarskráin í þjóðaratkvæðagreiðsla í Hollandi og benda kannanir til að hollenska þjóðin hafni plagginu líkt og spáð er að franska þjóðin geri. Kjörstöðum í Frakklandi verður lokað klukkan átta í kvöld að frönskum tíma og tveimur klukkustundum síðar í París og Lyon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×