Erlent

400 palestínskum föngum sleppt

MYND/AP
Ríkisstjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að 400 palestínskir fangar yrðu látnir lausir. Lausn fanganna er hluti af samkomulagi sem Sharon gerði við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, fyrr á þessu ári. Í febrúar létu Ísraelar 500 palestínska fanga lausa en settu það skilyrði fyrir frekari aðgerðum að palestínsk stjórnvöld beittu sér fyrir því að afvopna sveitir uppreisnarmanna. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki gefið upp um hvenær fangarnir 400 fá frelsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×