Erlent

Big Ben stöðvaðist í gærkvöld

Ein frægasta klukka í heimi, Big Ben í Lundúnum, stöðvaðist í gærkvöld í rúmlega eina og hálfa klukkustund án þess að nokkur skýring hafi fundist á því. Litli vísirinn hætti að ganga rétt rúmlega tíu að staðartíma en fór svo hægt af stað aftur þar til hann stöðvaðist aftur 22.20 og var þá stopp í einn og hálfan tíma. Ekki er ljóst hvers vegna klukkan stoppaði en getum er leitt að því að mikill hiti í Lundúnum í gær sé einn af orsakavöldunum. Big Ben hefur aðeins stöðvast nokkrum sinnum frá því hann var tekinn í gangið árið 1858 og til að mynda hringdi hann inn árið 1962 tíu mínútum of seint vegna þess hve mikill snjór hafði safnast á vísana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×