Sport

Vogel samdi við AC Milan

Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan. Vogel, sem er 26 ára og fyrirliði svissneska landsliðsins, endar þar með sex ára feril hjá PSV, en Milan þarf ekki að borga krónu fyrir leikmanninn þar sem samningur hans er útrunninn. Vogel er annar leikmaðurinn sem nýkrýndir Hollandsmeistarar missa fyrir ekki neitt, en á dögunum skrifaði annar miðjumaður, Mark van Bommel, undir samning við spænska stórliðið Barcelona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×