Afmælis kosningaréttar minnst 20. maí 2005 00:01 „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira