Erlent

Snarpur skjálfti á Súmötru

Snarpur skjálfti upp á 6,8 á Richter varð á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Mikil hræðsla greip um sig á eyjunni Nias, sem er skammt frá, og þyrptist fólk út á götur af hræðslu við að jarðskjálftinn ylli flóðbylgju, en skjálfti upp á 8,7 á Richter varð við eyjuna í mars síðastliðnum og biðu þá hundruð bana. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum að þessu sinni. Samkvæmt fréttum þaðan hefur fólk þó aftur snúið til síns heima og segja yfirvöld ekkert að óttast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×