Erlent

Farsímar hættulegri úti á landi

Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli. Skýringanna á þessu er að sögn sænsku vísindamannanna að leita í lengri fjarlægð til endurvarpsstöðva. Því lengra sem er að næstu endurvarpsstöð þeim mun meiri verður geislunin sem farsíminn gefur frá sér. Hvetja þeir fólk í dreifbýli sérstaklega til að nota handfrjálsan búnað til að forðast geislunina frá farsímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×