Erlent

Fundað á Kóreuskaganum

Norður- og Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að funda í næstu viku, réttum tíu mánuðum eftir að þeir ræddu síðast saman. Til stendur að ræða samskipti landanna auk þess sem Suður-Kóreumenn munu freista þess að fá nágranna sína aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Kjarnorkuviðræðum Norður-Kóreu og fimm annarra landa var slitið í september í fyrra og snemma á þessu ári lýstu Norður-Kóreumenn því yfir að þeir byggju yfir kjarnorkuvopnum. Þá hafa einnig borist fréttir af því að þeir hyggist gera tilraunir með kjarnorkusprengjur. Með fundinum í næstu viku vakna vonir um að viðræður verði teknar upp aftur, en Norður-Kóreumenn hafa hingað til farið fram á tvíhliða viðræður við andstæðing sinn Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlunina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×