Erlent

Norðmenn skera herinn niður

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður fjárframlög til hermála á þessu ári um nærri sex milljarða íslenskra króna. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að ekki alls fyrir löngu kom í ljós að hermálayfirvöld fóru gróflega fram úr fjárheimildum á síðasta ári og nam umframkeyrslan um ellefu milljörðum króna. Fengu yfirmenn hersins og varnarmálaráðherrann heldur bágt fyrir en héldu embættum sínum engu að síður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×