Erlent

Fljótlega í dýrlingatölu

Jóhannes Páll páfi annar fær flýtimeðferð og verður tekinn í dýrlingatölu fljótlega, að sögn eftirmanns hans, Benedikts sextánda. Hann lýsti því yfir við presta kaþólsku kirkjunnar að hann hefði vikið til hliðar reglunni um að fimm ár þurfi að líða áður en undirbúningur að því að taka menn í dýrlingatölu hefjist. Miðað við þær reglur sem gilt hafa hefði Jóhannes Páll í fyrsta lagi verið tekinn í tölur heilagra árið 2010 en nú er ljóst að það verður mun fyrr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×