Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar 11. maí 2005 00:01 Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt." Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt."
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira