Mjótt á mununum í formannskjöri 8. maí 2005 00:01 Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Örlitlu fleiri telja farsælla fyrir Samfylkinguna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins en Össur Skarphéðinsson samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þegar eingöngu er litið til stuðningsmanna flokksins hefur Ingibjörg þó ennþá yfirburði yfir Össur. Þegar þrettán dagar eru þar til úrslitin úr formannskjöri Samfylkingarinnar liggja ljós fyrir er ljóst að bilið á milli frambjóðendanna tveggja, Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fer minnkandi. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær kemur fram að 44,8 prósent aðspurðra telja farsælla að Össur leiði flokkinn en 49,8 prósent segja að Ingibjörg Sólrún sé betur til forystunnar fallin. Íbúar landsbyggðarinnar eru jákvæðari í garð Össurar en Ingibjargar, en konur vilja heldur að Ingibjörg leiði Samfylkinguna en Össur. Þegar eingöngu er litið til þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna hefur Ingibjörg hins vegar talsverða yfirburði. 73,8 prósent kjósenda Samfylkingarinnar segja að farsælla sé fyrir flokkinn að Ingibjörg Sólrún leiði hann en 24,6 prósentum finnst Össur heppilegri formaður. Lítill munur er á kynjunum að þessu leyti svo og afstöðu landsbyggðarbúa gagnvart afstöðu höfuðborgarbúa. Sökum þess hversu fá svör eru á bak við þennan lið könnunarinnar þá skal tekið fram að hann er ekki tölfræðilega marktækur þótt í honum felist ákveðnar vísbendingar. "Stóru tíðindin í þessu eru að við Ingibjörg erum tiltölulega jöfn á meðal þjóðarinnar. Þar hefur því verið alger viðsnúningur frá fyrri könnunum. Þar hef ég greinilega sótt mjög á því við stöndum nánast jafnfætis þar. Þetta er í samræmi við að við í mínu framboði höfum fundið góða strauma liggja í átt til okkar," segir Össur. "Ég bíð hins vegar eftir því að hæstiréttur í málinu, félagar í Samfylkingunni sem nú eru í óða önn að kjósa, felli sinn dóm. Ég uni honum á hvorn veg sem verður." Ingibjörg Sólrún er ánægð með niðurstöður könnunarinnar . "Ég get ekki annað en verið það því í þeim felast vísbendingar um að ég standi sterkt að vígi innan Samfylkingarinnar. Ég undirstrika samt að þetta er ekki enn komið upp úr kjörkössunum. Það skiptir auðvitað mestu máli að fólk kjósi." Í febrúar var fólk spurt um mat þess á hver yrði formaður Samfylkingarinnar að loknu flokksþingi. Þegar litið er til alls úrtaksins þá var munurinn á þeim Össuri og Ingibjörgu meiri en nú, en minni þegar aðeins er horft til kjósenda Samfylkingarinnar. Það skal hins vegar tekið fram að febrúarspurningin er ekki hin sama og sú sem þátttakendur voru spurðir að núna. Það skal jafnframt ítrekað að svör kjósenda Samfylkingarinnar eru ekki nógu mörg til að vera tölfræðilega marktæk. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvort telur þú farsælla fyrir Samfylkinguna að Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður flokksins? Svarhlutfallið var 76 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira