Erlent

Ein fallegasta múmía sögunnar

Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum.  Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. Múmían er með gullgrímu og líkaminn er allur vafinn í harðan papírus. Á hann eru svo málaðar einhverjar fallegustu myndir sem Zahi Hawas, yfirmaður fornleifaráðs Egyptalands, kveðst hafa séð á nokkuri múmíu. Múmían fannst á sex metra dýpi inni í viðarkistu. Eftir að rannsóknum á henni lýkur verður hún höfð til sýnis á fornminjasafninu í Sakkarra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×