Slegnir yfir rítalínnotkun barna 6. maí 2005 00:01 Landlæknir hætti að fylgjast með ávísunum á rítalín til barna og unglinga árið 2001. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í dag yfir upplýsingum um umdeilt heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns. Málið var rætt í upphafi þingfundar á Alþingi í morgun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, fagnaði því að rannsaka ætti sérstaklega hvort ávísanir á þessi lyf og markaðssetning þeirra hefði farið úr böndunum. Hún spurði hvað væri eiginlega að gerast; hvort svona miklu fleiri íslensk börn væru með þessa sjúkdóma en börn annarrar þjóðar. Ásta sagði foreldra og kennara barna með hegðunar og geðraskanir hafa haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfi til að börn væru sett á sterk geðlyf og oft og tíðum yrðu þau sljó og vanvirk vegna neyslunnar. Hún sagði ekki nóg að gert bara með rannsókn heldur þyrfti að niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir börn svo foreldrar ættu annan valkost en lyf. Ásta kvaðst hafa heyrt af níu mánaða stúlkubarni sem hafi verið gefið rítalín í forvarnarskyni því fjögurra ára bróðir hennar hafi verið greindur ofvirkur og settur á lyf, þrátt fyrir að framleiðandi lyfsins tæki það fram að það væri ekki ætlað börnum yngri en sex ára. Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðisflokknum spurði á hvaða leið við værum; hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja nánast alla þjóðina á geðdeyfðarlyf. Jón Gunnarsson Samfylkingunni spurði hvort það gæti verið að við séum farin að sjúkdómsvæða eðlilega hegðun barns, barns sem í gamla daga var kannski kallað ódælt eða fyrirferðarmikið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Landlæknir hætti að fylgjast með ávísunum á rítalín til barna og unglinga árið 2001. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í dag yfir upplýsingum um umdeilt heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns. Málið var rætt í upphafi þingfundar á Alþingi í morgun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, fagnaði því að rannsaka ætti sérstaklega hvort ávísanir á þessi lyf og markaðssetning þeirra hefði farið úr böndunum. Hún spurði hvað væri eiginlega að gerast; hvort svona miklu fleiri íslensk börn væru með þessa sjúkdóma en börn annarrar þjóðar. Ásta sagði foreldra og kennara barna með hegðunar og geðraskanir hafa haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfi til að börn væru sett á sterk geðlyf og oft og tíðum yrðu þau sljó og vanvirk vegna neyslunnar. Hún sagði ekki nóg að gert bara með rannsókn heldur þyrfti að niðurgreiða sálfræðiþjónustu fyrir börn svo foreldrar ættu annan valkost en lyf. Ásta kvaðst hafa heyrt af níu mánaða stúlkubarni sem hafi verið gefið rítalín í forvarnarskyni því fjögurra ára bróðir hennar hafi verið greindur ofvirkur og settur á lyf, þrátt fyrir að framleiðandi lyfsins tæki það fram að það væri ekki ætlað börnum yngri en sex ára. Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðisflokknum spurði á hvaða leið við værum; hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja nánast alla þjóðina á geðdeyfðarlyf. Jón Gunnarsson Samfylkingunni spurði hvort það gæti verið að við séum farin að sjúkdómsvæða eðlilega hegðun barns, barns sem í gamla daga var kannski kallað ódælt eða fyrirferðarmikið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira