Erlent

Stokkað upp í stjórninni

Tony Blair kynnti í gærkvöld þriðja ráðuneyti sitt en hann gerði óverulegar breytingar á ráðherraliði sínu. Helst bar til tíðinda að David Blunkett, fyrrverandi innanríkisráðherra, kemur aftur inn í stjórnina og tekur að sér ráðuneyti atvinnu- og lífeyrismála. Geoff Hoon lætur af embætti varnarmálaráðherra og í stól hans sest John Reid en hann gegndi áður embætti heilbrigðismálaráðherra. Við því embætti tekur Patricia Hewitt sem var áður viðskipta- og iðnaðarráðherra. Fjórir nýir menn koma inn í ríkisstjórnina, þeir David Miliband, Douglas Alexander, Des Browne og John Hutton. Jack Straw verður áfram utanríkisráðherra og Gordon Brown verður enn um sinn fjármálaráðherra. Þá heldur Charles Clarke sæti sínu í innanríkisráðuneytinu og John Prescott gegnir áfram embætti aðstoðarforsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×