Stimpilgjaldið áfram 4. maí 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira