Uppsagnir án rökstuðnings? 3. maí 2005 00:01 Hægt verður að segja starfsmönnum Ríkisútvarpsins upp án áminningar og málefnalegs rökstuðnings, ef fyrirtækið verður sameignarstofnun, eins og nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir. Þá missa þeir rétt til biðlauna. Þetta segir lögfræðingur BSRB. Gestur Jónsson, lögfræðingur BSRB, segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið í raun virðast hafa þann eina tilgang að skerða réttindi starfsmanna þess. Verið sé að breyta stofnun í sameignarstofnun þótt ríkið verði eini eigandinn. Þar séu menn í raun að sigla undir fölsku flaggi, enda beri ríkið áfram ótakmarkaða ábygð á rekstrinum. Gestur segir að það hljóti að vera markmiðið með þessu að breyta réttarstöðu starfsmanna RÚV. Það komi reyndar ekki glögglega fram í texta frumvarpsins sjálfs en þegar greinargerðin sé lesin sjái menn orð notuð um að nái eigi fram hagkvæmni og öðru slíku. Einnig að breyta eigi því að reglur sem gildi um aðra ríkisstarfsmenn gildi um starfsmenn RÚV. Gestur nefnir réttinn til áminningar og málefnalegs rökstuðnings fyrir uppsögn en þetta snertir ennfremur rétt til biðlauna. Gestur skilur frumvarpið þannig að rétturinn verði „tekinn úr sambandi“ og ef það sé réttur skilningur þá sé einfaldlega hægt að segja upp starfsmönnum án fyrirvara og án þess að þeir fái nein biðlaun. Gestur bendir á að Samtök opinberra starfsmanna hafi oftsinnis höfðað mál til að láta reyna á réttarstöðu starfsmanna þegar ríkisstofnunum hafi verið breytt eða þær lagðar niður. Það sé fullur vilji hjá forsvarsmönnum BSRB til að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum, verði frumvarpið að lögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Hægt verður að segja starfsmönnum Ríkisútvarpsins upp án áminningar og málefnalegs rökstuðnings, ef fyrirtækið verður sameignarstofnun, eins og nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir. Þá missa þeir rétt til biðlauna. Þetta segir lögfræðingur BSRB. Gestur Jónsson, lögfræðingur BSRB, segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið í raun virðast hafa þann eina tilgang að skerða réttindi starfsmanna þess. Verið sé að breyta stofnun í sameignarstofnun þótt ríkið verði eini eigandinn. Þar séu menn í raun að sigla undir fölsku flaggi, enda beri ríkið áfram ótakmarkaða ábygð á rekstrinum. Gestur segir að það hljóti að vera markmiðið með þessu að breyta réttarstöðu starfsmanna RÚV. Það komi reyndar ekki glögglega fram í texta frumvarpsins sjálfs en þegar greinargerðin sé lesin sjái menn orð notuð um að nái eigi fram hagkvæmni og öðru slíku. Einnig að breyta eigi því að reglur sem gildi um aðra ríkisstarfsmenn gildi um starfsmenn RÚV. Gestur nefnir réttinn til áminningar og málefnalegs rökstuðnings fyrir uppsögn en þetta snertir ennfremur rétt til biðlauna. Gestur skilur frumvarpið þannig að rétturinn verði „tekinn úr sambandi“ og ef það sé réttur skilningur þá sé einfaldlega hægt að segja upp starfsmönnum án fyrirvara og án þess að þeir fái nein biðlaun. Gestur bendir á að Samtök opinberra starfsmanna hafi oftsinnis höfðað mál til að láta reyna á réttarstöðu starfsmanna þegar ríkisstofnunum hafi verið breytt eða þær lagðar niður. Það sé fullur vilji hjá forsvarsmönnum BSRB til að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum, verði frumvarpið að lögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira