Segir samráð haft við íbúa 1. maí 2005 00:01 Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda