Sport

Totti fær 5 leikja bann - Zlatan 3

Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins dæmdi í gær fyrirliða Roma, Francesco Totti, í fimm leikja bann og Svíann Zlatan Ibrahimovic hjá Juventus í þriggja leikja bann. Totti var rekinn út af þegar Roma tapaði fyrir Siena á miðvikudag eftir að hann sparkaði í mótherja. Ibrahimovic gaf varnarmanni Inter, Ivan Cordoba, olnbogaskot í leik liðanna á miðvikudagskvöld. Atvikið sást á myndbandi og nú er ljóst að Zlatan leikur ekki með Juventus gegn AC Milan 8. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×