Sport

Yfirráðum Ferrari er lokið

Mike Gascoine, tæknistjóri hjá Toyota-liðinu í Formúlu 1, segir að áskrift Ferrari að meistaratitlum sé lokið. "Árangur liða í Formúlu 1 fer í hringi eins og annað og nú er tíminn hreinlega kominn á lið Ferrari. Þeir vinna einhverjar keppnir í ár og verða eflaust með í slagnum - en þeirra yfirburðum er klárlega lokið," sagði Gascoine, sem fagnar breyttum reglum í Formúlunni og játar að þær hafi komið Toyota liði sínu til góða. "Nú eru bestu liðin ekki alltaf áskrifendur að sigrum. Með nýjum reglum er búið að tryggja það að allir koma til keppni á jafnréttisgrundvelli og ég tel það íþróttinni til framdráttar," sagði hann að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×