Sport

Öruggur sigur FH-inga

Íslandsmeistarar FH sigruðu bikarmeistara Keflavíkur með þremur mörkum gegn engu í deildarbikarnum í Reykjaneshöll í gærkvöld. Tryggvi Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með FH og skoraði eitt mark. Ólafur Páll Snorrason og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson voru einnig á skotskónum. Þróttur burstaði HK 6-0, ÍBV sigraði Breiðablik 1-0 með marki Steingríms Jóhannessonar og ÍA lagði Grindavík 2-0 með mörkum Kára Steins Reynissonar og Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. Í deildarbikarkeppni kvenna bar Valur sigurorð af ÍBV með 5 mörkum gegn 2 og KR burstaði FH, 7-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×