Vill ríkisstjórn klassískra gilda 3. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira