Vilja skilja á milli embættismanna 2. apríl 2005 00:01 Skilja ber á milli pólitískra og faglegra embættismanna í stjórnarráðinu að mati sex þingmanna Samfylkingarinnar. Lögð hefur verið fram tillaga að þingsályktun um málið en flutningsmenn telja að Ísland hafi sérstöðu hvað varðar pólitískar embættisveitingar í ráðuneytum. Bent er á að það komi skýrt fram í sögu stjórnarráðsins að skilin milli pólitískra og faglega ráðinna embættismanna hafi alltaf verið fremur óljós og ráðherrar hafi haft mikil ítök við skipan embættismanna. 1969 var heimilað að ráðherra gæti ráðið sér aðstoðarmann sem hyrfi úr starfi um leið og ráðherrann. Ekki séu þó vísbendingar um að það hafi dregið úr pólitískum embættisveitingum. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og einn flutningsmanna tillögunnar, segir að henni finnist mjög erfitt þegar mjög sterkir pólitískir einstaklingar séu ráðnir inn í æðstu embættti stjórnsýslunnar og svo líði sá tími sem viðkomandi ríkisstjórn sitji og við taki ný ríkisstjórn og ráðherrar erfi þá sem fyrir séu. Mikilvægt sé að traust sé milli manna þegar komið sé inn í ráðuneyti, embættismannavaldið sé sterkt. Þannig segir Rannveig að þótt flokksmennirnir geti verið góðir embættismenn sé vont hversu óljós skilin eru. Hún vill fara sömu leið og í Noregi og Svíþjóð þar sem stjórnmálamenn ráða pólitíiska embættismenn sem hverfa með þeim þegar þeir víkja. Hún segir að fólk verði leiksoppar pólitískra ráðninga í núverandi kerfi, sama hvorum megin veggjar það lendi. Nýlegt dæmi um ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sanni það og einnig hafi dyggir flokksmenn verið ráðnir til starfa í fjármálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu nýlega. Þá eru einnig til ráðuneytisstjórar án ráðuneytis. Rannveig bendir á Björn Friðfinnsson sem hafi verið án ráðuneytis árum saman vegna þess það hentaði ekki þegar hann kom úr leyfi erlendis að hann tæki við sínum störfum í ráðuneyti þar sem nýr flokkur var kominn við völd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Skilja ber á milli pólitískra og faglegra embættismanna í stjórnarráðinu að mati sex þingmanna Samfylkingarinnar. Lögð hefur verið fram tillaga að þingsályktun um málið en flutningsmenn telja að Ísland hafi sérstöðu hvað varðar pólitískar embættisveitingar í ráðuneytum. Bent er á að það komi skýrt fram í sögu stjórnarráðsins að skilin milli pólitískra og faglega ráðinna embættismanna hafi alltaf verið fremur óljós og ráðherrar hafi haft mikil ítök við skipan embættismanna. 1969 var heimilað að ráðherra gæti ráðið sér aðstoðarmann sem hyrfi úr starfi um leið og ráðherrann. Ekki séu þó vísbendingar um að það hafi dregið úr pólitískum embættisveitingum. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og einn flutningsmanna tillögunnar, segir að henni finnist mjög erfitt þegar mjög sterkir pólitískir einstaklingar séu ráðnir inn í æðstu embættti stjórnsýslunnar og svo líði sá tími sem viðkomandi ríkisstjórn sitji og við taki ný ríkisstjórn og ráðherrar erfi þá sem fyrir séu. Mikilvægt sé að traust sé milli manna þegar komið sé inn í ráðuneyti, embættismannavaldið sé sterkt. Þannig segir Rannveig að þótt flokksmennirnir geti verið góðir embættismenn sé vont hversu óljós skilin eru. Hún vill fara sömu leið og í Noregi og Svíþjóð þar sem stjórnmálamenn ráða pólitíiska embættismenn sem hverfa með þeim þegar þeir víkja. Hún segir að fólk verði leiksoppar pólitískra ráðninga í núverandi kerfi, sama hvorum megin veggjar það lendi. Nýlegt dæmi um ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sanni það og einnig hafi dyggir flokksmenn verið ráðnir til starfa í fjármálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu nýlega. Þá eru einnig til ráðuneytisstjórar án ráðuneytis. Rannveig bendir á Björn Friðfinnsson sem hafi verið án ráðuneytis árum saman vegna þess það hentaði ekki þegar hann kom úr leyfi erlendis að hann tæki við sínum störfum í ráðuneyti þar sem nýr flokkur var kominn við völd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira