Sport

Buffon að framlengja

Juventus ætla að framlengja samning sinn við ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Buffon til að fæla frá áhugasöm lið á borð við Real Madird, en spænsku risarnir hafa mikin áhuga á markverðinum snjalla og hafa þegar boðið 30 milljón evrur sem forráðamenn Juventus höfnuðu. Buffon hefur áður sagt að hann hafi ekki áhuga á að færa sig yfir á Santiago Bernabeu, en Juventus vill samt sem áður tryggja sig. Núverandi samningur Buffon rennur út 2008, en hann mun skrifa undir tveggja ára framlengingu sem mun setja hann á stall með launahæstu mönnum félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×