Sport

Minni hagnaður United

Hagnaður knattspyrnufélagsins Manchester United hefur dregist saman um 50% á síðasta hálfa ári.  Ástæður þess eru aukin útgjöld félagsins vegna leikmannakaupa og minnkandi tekjur vegna sjónvarpsútsendinga. Hagnaður liðsins á síðasta hálfa ári var "aðeins" 12,4 milljónir punda, öfugt við tæpar 27 milljónir á tímabilinu þar á undan. Miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hugsanlega yfirtöku á félaginu nýlega og eru umræður enn í gangi um að selja félagið til bandarísks auðjöfurs, stuðningsmönnum félagsins til mikils ama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×