Sport

Björgvin fjórði í Króatíu

Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson lenti í fjórða sæti á króatíska meistaramótinu í stórsvigi í dag. Björgvin keppir á króatíska meistaramótinu í svigi á morgun og á slóvenska meistaramótinu á sunnudaginn.  Þeir Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, Kristinn Ingi Valsson, Dalvík, og Sindri Már Pálsson, Breiðablik, kepptu á norska meistaramótinu í stórsvigi í dag en féllu allir úr keppni. Norska meistaramótinu lýkur á morgun en þá er keppt í svigi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×