Sport

Tekur Querioz við af Ferguson?

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nefnt aðstoðarmann sinn sem hugsanlegan arftaka er Ferguson segir skilið við félaga sína á Old Trafford. Ferguson, sem er 63 ára að aldri, segir aðstoðarmann sinn, Carlos Queiroz, rétta manninn í starfið þó svo að hann sé ekkert á þeim buxunum að leggja þjálfaraskóna á hilluna. "Getur hann orðið næsti knattspyrnuliðsins? Af hverju ekki? Hann veit hvernig á að fara að, er reynslumikill og mjög skarpur náungi," sagði Ferguson. "Ég ætla samt að vera áfram um nokkurt skeið. Við erum að byggja upp nýtt lið og engin ástæða til að setjast í helgan stein," bætti Ferguson við en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá United síðan 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×