Nauðaflutningar vegna uppsagna 16. mars 2005 00:01 Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. Ellefu starfsmenn hafa undanfarið ár starfað við ratsjárstöðina á Bolafjalli. Starfsmennirnir búa allir í Bolungarvík og eru mestmegnis fjölskyldufólk. Þremur þessara starfsmanna hefur verið sagt upp störfum frá 1. október næstkomandi og einn starfsmaður hefur verið færður til í starfi. Sjö starfsmenn munu starfa á ratsjárstöðinni á Bolafjalli eftir uppsagnirnar, alla vega fram til haustsins 2007. Frá þeim tíma verður starfsemi þriggja af fjórum ratsjárstöðvum ratsjárstofnunar stýrt frá Miðnesheiði og er búist við að starfsmenn stöðvarinnar á Bolafjalli verði einungis tveir. Það er þungt hljóðið í Einari Péturssyni, bæjarstjóranum í Bolungarvík. Hann segir að fyrir utan áfallið sem þetta er fyrir umrætt starfsfólk, þá sé þetta gríðarleg blóðtaka fyrir bæjarfélagið, enda hafi starfsemi ratsjárstöðvarinnar haldið uppi um 5% af útsvarstekjum bæjarins. Aðspurður hvort eitthvað sé í spilunum um að annað komi í staðinn segir Einar svo ekki vera. „Ég velti upp þeirri hugmynd strax í byrjun að þessum stöðvum yrði fjarstýrt héðan að vestan í staðinn frá Miðnesheiði, en svörin við því voru að það væri alveg klárt að Ameríkaninn vilji að þessu sé stýrt frá Miðnesheiði þar sem önnur starfsemi þeirra er,“ segir Einar. En Bolvíkingar eru reiðubúnir að taka við annarri starfsemi í staðinn að sögn bæjarstjórans. Magnús Baldvin Einarsson, einn starfsmanna ratsjárstöðvarinnar sem sagt var upp, segir að eina atvinnan fyrir hann sé í útlöndum. Hann reiknar því með að fara af landi brott fljótlega. „Ég er búinn að vinna hérna frá því ég kom út úr skóla, eða í 18 ár, og kann í rauninni ekkert annað,“ segir Magnús. Aðspurður hvort honum finnist erfitt að þurfa að flytja frá Bolungarvík segir hann svo ekki vera. „Ég fer bara þangað sem ég get fengið vinnu,“ segir Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Allt upp undir tíu fjölskyldur munu flytja frá Bolungarvík fyrir árslok 2007 vegna fækkunar starfsmanna ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. Ellefu starfsmenn hafa undanfarið ár starfað við ratsjárstöðina á Bolafjalli. Starfsmennirnir búa allir í Bolungarvík og eru mestmegnis fjölskyldufólk. Þremur þessara starfsmanna hefur verið sagt upp störfum frá 1. október næstkomandi og einn starfsmaður hefur verið færður til í starfi. Sjö starfsmenn munu starfa á ratsjárstöðinni á Bolafjalli eftir uppsagnirnar, alla vega fram til haustsins 2007. Frá þeim tíma verður starfsemi þriggja af fjórum ratsjárstöðvum ratsjárstofnunar stýrt frá Miðnesheiði og er búist við að starfsmenn stöðvarinnar á Bolafjalli verði einungis tveir. Það er þungt hljóðið í Einari Péturssyni, bæjarstjóranum í Bolungarvík. Hann segir að fyrir utan áfallið sem þetta er fyrir umrætt starfsfólk, þá sé þetta gríðarleg blóðtaka fyrir bæjarfélagið, enda hafi starfsemi ratsjárstöðvarinnar haldið uppi um 5% af útsvarstekjum bæjarins. Aðspurður hvort eitthvað sé í spilunum um að annað komi í staðinn segir Einar svo ekki vera. „Ég velti upp þeirri hugmynd strax í byrjun að þessum stöðvum yrði fjarstýrt héðan að vestan í staðinn frá Miðnesheiði, en svörin við því voru að það væri alveg klárt að Ameríkaninn vilji að þessu sé stýrt frá Miðnesheiði þar sem önnur starfsemi þeirra er,“ segir Einar. En Bolvíkingar eru reiðubúnir að taka við annarri starfsemi í staðinn að sögn bæjarstjórans. Magnús Baldvin Einarsson, einn starfsmanna ratsjárstöðvarinnar sem sagt var upp, segir að eina atvinnan fyrir hann sé í útlöndum. Hann reiknar því með að fara af landi brott fljótlega. „Ég er búinn að vinna hérna frá því ég kom út úr skóla, eða í 18 ár, og kann í rauninni ekkert annað,“ segir Magnús. Aðspurður hvort honum finnist erfitt að þurfa að flytja frá Bolungarvík segir hann svo ekki vera. „Ég fer bara þangað sem ég get fengið vinnu,“ segir Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira