Sport

Bann sett á Cantonagrímur

Forráðamenn Crystal Palace hafa sett bann á Eric Cantona grímur á Selhurst Park leikvanginum á laugardaginn en Manchester United mun sækja Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Eins og frægt er orðið tók Eric Cantona, fyrrum leikmaður United, kung-fu spark á stuðningsmann Palace sem hafði látið vafasöm skilaboð flakka til leikmannsins. Fyrir vikið fékk Cantona 8 mánaða keppnisbann og þurfti að auki að punga út 20 þúsund pundum í sekt. Stuðningsmenn United höfðu ákveðið að heiðra Cantona á leiknum en 10 ár eru liðin síðan að atvikið umdeilda átti sér stað. Cantona nýtur enn mikillar hylli hjá unnendum Manchester United. Í tilkynningu frá Crystal Palace segir m.a.: "Verði menn uppvísir af því að bera einhvers konar grímur innan Selhurst Park, verður þeim vísað út frá leikvangingum hið snarasta af öryggisástæðum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×