Sport

Jack Nicklaus missir barnabarn

Jack Nicklaus, meðlimur í Frægðarhöllinni fyrir afrek sín í golfi, varð fyrir áfalli í gær þegar barnabarn hans, Jake Walter Nicklaus, drukknaði í heitapotti á heimili sínu. Jake Walter, sem var 17 mánaða gamall, var sonur Steve Nicklaus sem var föður sínum oft innan handar varðandi hönnun á golfvöllum. Slysið varð með þeim hætti að Jake Walter hafði verið með fjögurra ára bróður sínum og barnfóstru í heita pottinum en eftir að þrímenningarnir höfðu yfirgefið svæðið læddist sá stutti tilbaka til að baða sig. Fóstran fann svo strákinn skömmu seinna og var hann þá meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést stuttu seinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×