Sport

Tekur Jol við af Koeman?

Forráðamenn Ajax hafa ekki fengist til að staðfesta hvort Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, sé á lista liðsins sem arftaki Ronald Koeman sem sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Jol, sem er hollenskur að uppruna, hefur verið orðaður við stöðuna enda þekkir hann vel til síns heimalands hvað boltann snertir. "Við verðum að finna út úr þessu sem fyrst til að næsta tímabil fari ekki forgörðum," sagði talsmaður Ajax-liðsins. Jol sagðist hins vegar hæstánægður hjá Tottenham og fullyrti að hann færi hvergi. "Ég er hamingjusamur hjá Spurs," sagði Jol stuttu eftir að fréttist af áhuga Ajax. Hinn hollenski Johann Cruyff mun leggja Ajax-mönnum lið við að finna rétta manninn í starfið en hann er sagður afar hrifinn af starfi Jol hjá Tottenham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×