Sport

Íslendingar sækja Ítali heim

Íslendingar mæta Ítölum í vináttulandsleik 30. mars næstkomandi á Ítalíu. Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa samið um þetta en samkomulagið á skamman aðdraganda og ekki hefur verið ákveðið hvar leikurinn fer fram. Bæði liðin leika í undankeppni HM 2006 þann 26. mars. Íslenska landsliðið leikur þá í Zagreb gegn Króatíu, í beinni útsendingu á Sýn, en ítalska landsliðið gegn liði Skotlands í Mílanó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×