Sport

Eiður Smári hjá Guðna í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen, nýbakaður deildarbikarmeistari í knattspyrnu á Englandi með Chelsea, verður á línunni í þættinum "Boltinn með Guðna Bergs" á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Eiður varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna þennan titil en hann kom inn á sem varamaður fyrir síðari hálfleik í úrslitaleiknum gegn Liverpool í gær. Þátturinn hefst kl. 20.30 í beinni útsendingu á Sýn. Sýnd verða mörk úr fjölmörgum leikjum og umdeild atvik skoðuð í þaula. Einnig sérstök umfjöllun um Meistaradeild Evrópu. Þátturinn er að venju endursýndur kl. 23.15 í kvöld fyrir þá sem ekki ná beinu útsendingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×