Sport

Jol fer ekki fet

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er ekki á förum frá félaginu.  Jol hefur gefið út yfirlýsingu vegna orðróms um að hann væri að fara að taka við liði Ajax í Hollandi og segir að ekkert sé til sögusögnum þess efnis. "Ég er ekki að fara frá Tottenham, mér gengur ágætlega og ég er ánægður hjá félaginu.  Nafn mitt virðist koma upp í hvert sinn sem þjálfarastaða losnar í Hollandi og það er svosem eðlilegt.  Það er ekkert öruggt í fótboltanum og ég gæti þessvegna verið atvinnulaus eftir tvær vikur.  Á meðan ég held starfi mínu hér mun ég þó í framtíðinni ekki svara svona orðrómum", sagði Hollendingurinn sem fagnaði góðum sigri með liði sínu um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×