Sport

Sjálfboðaliðar í skítmokstur

Fjáraflanir íþróttafélaga eru mismunandi. Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri auglýsir á heimasíðu félagsins eftir sjálfboðaliðum á morgun til þess að moka skít! Hópur Þórsara hefur farið reglulega og stungið út úr fjárhúsum og aflað handknattleiksdeild félagsins fé með þessum hætti og á morgun stendur til að moka skít á ný og eru sjálfboðaliðar velkomnir. „Þetta er svolítið erfitt en skemmtilegt í góðum félagsskap,“ segir formaður handknattleiksdeildar Þórs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×