Erlent

Ólík sýn á lýðræði Rússa

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddu ýmis málefni á fundi í Slóvakíu. Bush gagnrýndi Pútín fyrir að auka á miðstýringu og draga til sín völd. Pútín svaraði því til að Rússar hefðu valið lýðræði og einræði myndi aldrei aftur þrífast þar. Lýðræðið yrði þó að þróast í takt við sögu og arfleifð Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×