Sport

Reyes í bann

Spánverjinn Jose Antonyo Reyes hjá Arsenal hefur verið dæmdur í þriggja leikja keppnisbann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, eftir að hann sló til mótherja síns í bikarleik gegn Sheffield United á dögunum. Dennis Bergkamp hjá Arsenal þarf einnig að taka út þriggja leikja bann, en hann fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.  Þetta gerir það að verkum að Arsene Wenger mun ekki hafa úr miklu að moða þegar kemur að framherjum í næstu deildarleikjum liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×